mbl.bloggheimur

Það er ótrúlegt en satt, að hér á mbl.is er heill heimur, heimur af bloggurum...Woundering já eitthvað sem ég vissi ekki af, fyrr en fyrir nokkrum dögum/vikum. Ég sem hef verið "bloggari" á blog.central.is í meira en ár. Ég hélt að hér inni á mbl.is væru bara bloggarar sem tengdust stjórnmálum og þess háttar dægurþrasi Pinch sem ég hef ekki mjög mikinn áhuga á. En..........það er sko ekki rétt, hér er alls konar fólk .. fólk eins og ég og þú!!! Og ég er ekki alveg komin inn í þetta, td með að safna  blogg-vinum??? Ég veit ekkert hvernig maður fer að því? - enda kannski kynni ég heldur ekki við að biðja fólk að vera blogg-vinir mínir... en ég fékk þó 3 vini sem settu sig í samband við mig og er það bara af hinu góða - og ég glöð með það!!! Hver veit nema bætist í vinahópinn " í rólegheitum" Whistling

Þannig atvikaðist það að ég ákvað að gerast mbl.is bloggari í "frístundum" Cool, en mitt aðal-blogg er á blog.central.is samt sem áður, mig langaði að commenta en kunni það ekki þar sem ég var ekki skráð og...ég ákvað þá að byrja blogg hér...en maður skrifar kannski ekki um allt milli himins og jarðar hér þar sem fleiri koma hér inn að skoða... en só what!!! Látum aldrei almenningsálit hafa áhrif á hamingju manns, það byggir sjaldan á öðru en fordómum, einfeldni og veiklyndi. Joyful

Óska þess að við getum öll verið glöð og kát í dag, því kætin er eins og elding sem brýst gegnum skýjabakkann á örskotsstund og gleðin er eins og dagsbirta í huganum og fyllir hann stöðugri og varanlegri ró. Grin
Gleðirík hugsun,
gleðirík athöfn -
gleðiríkt líf -
(ekkert gleðilegt ár strax) LoL
hehehe!!! góða daga!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Alltaf jákvæð.  Gaman að lesa.  Maðurinn minn segir nú alltaf alla rununa í einu, gleðileg jól, páska ár, sumar, til hamingju með afmælið o.s.frv. Svo því ekki gleðilegt ár.

Vilborg Traustadóttir, 18.3.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: G Antonia

heeh!! hann klárar þá bara "dæmið" strax, gott hjá honum !!! Takk fyrir falleg orð alltaf Vilborg mín, sé þú ert nátthrafn eins og ég!

G Antonia, 18.3.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband