Helgarlok

Jæja þá er komið að helgarlokum og ný vinnuvika framundan Smile
Ég átti frábæran laugardag með "jafnöldrum mínum" hitti ný andlit og "gömul" andlit, dönsuðum síðan fram á rauðan morgunn við tónana frá Roof Tops og skemmtilegar minningar frá skólaárum bárust til mín á vængjum tónlistarinnar. Þetta var stór hópur skemmtilegs fólks, og það var yndislegt að sitja og spjalla, dansa, hlæja, og leika sér í fortíðaranda - ég held svei mér þá að ég hafi yngst um 20 ár eða svo. Tounge

Ég tel mig svo heppna að eiga tvær heimaslóðir ( þrjár ef ég tel Spán með) sem ég tel mig tilheyra, og ég hef skipt mér bróðurlega á milli þessara heimaslóða í lífinu. Fyrstu 14 árin átti ég á Eyjunni sem ég fæddist í, Heimaey .. en þá kom eldgos árið eftir fermingu hjá mér og ég þurfti að upplifa það og flýja heimaslóðir Frown... þá flyt ég á Suðurnesin, þar sem ég ílengist næstu 13 ár á eftir, þar finn ég minn ektamann og eignast eitthvað af börnunum . Þá ákveð ég aftur að flytja á Eyjuna mína fögru og bý þar næstu 18 árin í lífi mínu ..en þá var komið að því að flytja aftur á Suðurnesin og hér er ég nú og reikna með að verða næstu árin Wink. Eða eins og einn sagði sem hitti mig í gær; heyrðu fluttirðu aftur til Eyja ? og ég svaraði já, en er kominn aftur hingað ...Heyrðu, viltu ekki reyna að fara að ákveða þig hvar þú ætlar að vera LoL (þetta hljómaði nú fyndnara í gleðinni á ballinu) Undecided  Þannig að ég er svo heppin að fylgja 2 árgöngum.... og næsta árgangspartý er hjá mér í Eyjum á næsta ári Wizard Nóg að gera, eða þannig W00t Já, þær eru margar stundirnar í lífinu sem hægt er að hlakka  til; og mínar uppáhaldsstundir eru þessar ljúfu og innilegu.
Munum að leyfa gleðinni að vera aðalatriðið í lífinu, því þá öðlumst við hæfni til að deila gleðinni með öðrum.
"Hamingjan býr í sekúndunni þegar ég slekk ljósið, loka augunum og bora nefinu ofan í koddann";, góða nótt!"  og stórt *bros* 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Sammála afmælisbarninu.......en það sem ég hlustaði á þetta lag í den aftur og aftur og aftur og aftur við mikinn fögnuð fjölskyldunnar...eða þannig kær kveðja

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 14.4.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefurðu átt góða helgi GAntonía mín.  Það er alltaf gaman að hitta gamla kunningja, skólafélaga sem æskufélaga.   Einhverskonar nostalgía, sem gerir vart við sig og skefur nokkur ár af manni um stund. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: G Antonia

 þið eruð svo yndiiislegaaar!!! Allar þrjár  Takk fyrir falleg orð og comment.  Til hamingju með afmælið Búkollabaular- vonandi áttirðu frábæran dag 
Sammála Hjördís mín ég eeeeelska Dr. Hook , hvert eitt og einasta lag með þeim
Takk Ásthildur Cesil mín, þetta var dásamleg helgi og ég lifi í minningunni lengi!

G Antonia, 15.4.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband