Stjörnum stráð nótt

Sólardagar létta lundina Cool Það styttist í sumarið, sumar og sól, "já sumar sumar sumar og sól" .. Ég hlakka til að fara göngutúr á ströndinni á hlýju sumarkvöldi, það er í mínum huga einskonar ferðalag um sál nátturunnar... en meira um það í sumar Woundering 

Við verðum að þekkja muninn á því að vera lifandi og að lifa lífinu lifandi Wink og muna það að líf gæfuríks fólks mælist ekki í krónum heldur óbrotnum ánægjustundum. 
Hægjum á okkur og njótum lífsins því ef við förum of hratt missum við kannski af fegurð landslagsins - og við töpum í leiðinni tilfinningunni fyrir því hvert við erum að fara og hvers vegna.
Þegar hamingjan er annars vegar eru reglurnar bara tvær; byrja og halda áfram!! Halo
Eigið góðan dag!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Já ljúfan.. það er orðið æði stutt í sumarbyrjun - ekki nema rétt rúm vika í fyrsta dag sumars. Spáin er líka góð skilst mér næstu daga, hiti og sumarfílingur. Um að gera fyrir alla að staldra við og viðra sálina og leyfa andanum að draga að sér vorilminn þegar þar að kemur - enda góðar gönguferðir á vordögum stórkostlegur tími til að fylla sjálfan sig af bjartsýni og orku. Mikið knús á þig ljúfan og eigðu nú yndislegan dag á morgun.

Tiger, 16.4.2008 kl. 03:25

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ganga á strönd um sumarkvöld er bara rómantík,ég hverf um mörg ár aftur í tímann.Ég er farinn að finna lyktina af vorinu.

Guðjón H Finnbogason, 16.4.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eigðu góðan dag mín kæra. Knús og kvitt.

Vilborg Traustadóttir, 17.4.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er góða nótt hér GAntonía mín, hef ekki komist blogghringinn minn fyrr, knús á þig inn í nóttina

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 00:48

5 identicon

Gott að fá frá þér línu - vonandi verða strandferðirnar þínar margar í sumar. Býð þér í heimsókn á mínar strendur  - það er fallegt í Stykkishólmi.

Dagbjört (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: G Antonia

Takk fyrir comment hér kæru bloggvinir mínir.... .!!!  Tigercopper hinn skemmtilegi , Guðjón H hinn nytsamlegi þar sem maður fær allar góður uppskriftirnar og allt að vita um vín með matnum , Ippa mín póllandsvinkona  og Ásthildur Cesil engill í mannsmynd ... það er ómissandi að kíkja á bloggin ykkar daglega og stundum oft á dag ...´knús á ykkur **.

Dagbjört mín, sömuleiðis... gleymi þér ekki!  Takk fyrir boðið, já ég á eftir að prófa strandferðir í Stykkishólmi - góðar kveðjur þangað elskan *

G Antonia, 18.4.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband