Stjörnum stráð nótt
16.4.2008 | 01:43
Sólardagar létta lundina Það styttist í sumarið, sumar og sól, "já sumar sumar sumar og sól" .. Ég hlakka til að fara göngutúr á ströndinni á hlýju sumarkvöldi, það er í mínum huga einskonar ferðalag um sál nátturunnar... en meira um það í sumar
Við verðum að þekkja muninn á því að vera lifandi og að lifa lífinu lifandi og muna það að líf gæfuríks fólks mælist ekki í krónum heldur óbrotnum ánægjustundum.
Hægjum á okkur og njótum lífsins því ef við förum of hratt missum við kannski af fegurð landslagsins - og við töpum í leiðinni tilfinningunni fyrir því hvert við erum að fara og hvers vegna.
Þegar hamingjan er annars vegar eru reglurnar bara tvær; byrja og halda áfram!!
Eigið góðan dag!!
Athugasemdir
Tiger, 16.4.2008 kl. 03:25
Ganga á strönd um sumarkvöld er bara rómantík,ég hverf um mörg ár aftur í tímann.Ég er farinn að finna lyktina af vorinu.
Guðjón H Finnbogason, 16.4.2008 kl. 17:27
Eigðu góðan dag mín kæra. Knús og kvitt.
Vilborg Traustadóttir, 17.4.2008 kl. 13:32
Það er góða nótt hér GAntonía mín, hef ekki komist blogghringinn minn fyrr, knús á þig inn í nóttina
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 00:48
Gott að fá frá þér línu - vonandi verða strandferðirnar þínar margar í sumar. Býð þér í heimsókn á mínar strendur - það er fallegt í Stykkishólmi.
Dagbjört (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:57
Takk fyrir comment hér kæru bloggvinir mínir.... .!!! Tigercopper hinn skemmtilegi
, Guðjón H hinn nytsamlegi þar sem maður fær allar góður uppskriftirnar og allt að vita um vín með matnum
, Ippa mín póllandsvinkona
og Ásthildur Cesil engill í mannsmynd
... það er ómissandi að kíkja á bloggin ykkar daglega og stundum oft á dag ...´knús á ykkur **.
Dagbjört mín, sömuleiðis... gleymi þér ekki! Takk fyrir boðið, já ég á eftir að prófa strandferðir í Stykkishólmi - góðar kveðjur þangað elskan *
G Antonia, 18.4.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.