home sweet home
12.6.2008 | 01:54
Jæja, komin í sólina heima bara, ekki amalegt veður hér. Sl daga úti á Spáni hafði verið þungskýjað, rigning og þrumuveður....
En nú sit ég allavega hér, eftir að hafa verið allan daginn að hengja á snúruna og brjóta saman þvott... og það er birta úti ... finnst bara aldrei nótt í þessari birtu, en þó er þetta svo fallegt í svona góðu veðri.
En eitthvað er ég enn andlaus eftir ferðalagið, flaug hálfgert næturflug.. þeas þurfti að leggja af stað kl. 04.00 um nóttina á flugvöllinn þannig að mér fannst ekki taka því að fara að sofa, eitthvað dormaði ég í flugvélinni.. kominn hingað um morguninn, lifði daginn af án þess að leggja mig og það endaði með því í gærkveldi að ég var hreinlega komin YFIR svefninn og náði mér ekki niður í þessari birtu þannig að ég vakti á annan sólarhring. En inn í draumaheim að lokum og svaf næstum til hádegis í þessu yndislega veðri.. þannig að enn sit ég hér og klukkan að verða 02.00, þannig að það er best að koma sér undir sæng hvað úr hverju.
Vildi bara setja nokkur orð á bloggið og heilsa frá Íslandinu góða
íslenskur sólarknús til ykkar**
Athugasemdir
Velkomin heim mín kæra. Já, nú er sólin og sumarið - sat úti í sirka einn og hálfan tíma í dag og er núna eins og ég veit ekki hvað - vel brunninn og bakaður - af íslenskri sól
En, þú hefur örugglega bara sent sólina frá Spáni - á undan þér - og hér hefur þú hana bara aftur. Knús á þig skottið mitt.
Tiger, 12.6.2008 kl. 03:41
Sæl Guðbjörg, og velkominn til Íslands, þú hefur ekki hitt Halldór bróður minn þarna úti? Kær kveðja úr sólinni hér í Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.6.2008 kl. 22:19
Góða nótt G.Antonía mín og velkomin heim aftur. Heima er auðvitað alltaf best. Knús á þig inn í nóttina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 01:20
hehe rétt hjá þér Tigbercopper minn, auðvita sendi ég sólina á undan mér heim, að mér skildi ekki detta þetta í hug... hugsaði svo stíft heim að úr varð rigning úti hehehe !!! Berðu vel á þig "after-sun" honey, maður getur nefnilega vel brunnið af "okkar" sól líka Knús á þig inn í helgina og farðu sérstaklega varlega í dag "föstudaginn þrettánda!!!!! " ... maður trúir nú ekkert á svona bullshit!
Takk kærlega Búkollabaular mín, gaman að vera í íslenskri sumarnótt svona smátíma (ekki meir ) heh jú joke...
Sæll Helgi næstum fyrrum nágranni Nei, ég held ég hafi ekki hitt hann, þó ég þekki hann nú kannski ekki í sjón. Ég hitti þó nokkra Vestm.eyinga og sá álengdar líka... Bið að heilsa frúnni og krökkunum... og takk fyrir kveðjuna.
Takk fyrir það Ásthildur mín, ja auðvita er heima alltaf best. Eða eins og ég las einu sinni á norsku; hjemmet er hvor hjertet er!!! eitthvað þannig .. stór knús á þig ** og þína
G Antonia, 13.6.2008 kl. 02:00
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 13:51
Como estás quapa? Eres bien?
Tiger, 16.6.2008 kl. 01:02
Si .. yo es muyen senjor Tigercopper ***
G Antonia, 16.6.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.