Viva Espania
30.6.2008 | 20:28
já kæru bloggvinir, það var ekki amalegt að vera hér á Spáni í gærkveldi þegar Spánverjar unnu Þjóðverja í Evrópumeistarakeppninni í fótbolta og urðu Evrópumeistarar!!!! Omg, þvílíkt þjóðarstolt, hvert einasta mannsbarn söng af gleði og hver einasti bíll flautaði og vinkaði... já, mér fannst ég komin heim til Vestmannaeyja.. Vissi ekki að til væri svona þjóðarstolt í neinum öðrum en Islendingum og þá sér í lagi Eyjamönnum En bara hér þar sem ég er stödd við Costa Blanca ströndina eru að mér skilst um 350.000 manns (eins og við öll Islendingar) og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þetta var stór upplifun í gær!!!!! Viva Espania!
Já, ég er ekki dugleg í blogginu þessar vikurnar .. og ekki nóg með það.. því þegar ég svo loksins blogga eitthvað og ætla að "kasta" því inn....kemur það ekki .. hverfur þannig ég þarf alltaf að skrifa 2svar sinnum og meira að segja þá er ekki einu sinni víst það komi . En ég prófa núna einu sinni enn.
Veðrið hér hefur verið í heitara lagi undanfarna daga, um 35 gráðurnar sem er nokkuð heitt og enginn vindur. Þannig ég reyni að svambla í sjónum og sitja undir sólhlíf mestan partinn af deginum Bara ánægð með það..
Var að koma frá því að borða, ég hef svo mikla ánægju af að sitja í 2 tíma og borða góðan mat, sem ég skola niður með rauðvíni og síðast en ekki síst að horfa á mannlífið í kringum mig, á meðan ég er að borða.. virða fyrir mér fólkið og geta inn í eyðurnar það er ég!!!!!
En... ekki of margar línur svona eftir langt hlé, bið ykkur vel að lifa.... verið góð við hvort annað ... og eigið yndislega daga í sólinni heima í skjóli ... Stór spánskur á báðar kinnar og faðmur frá mér ***
Athugasemdir
ohhhh .. ég öfunda þig sko addna skjátan þín. Fátt veit ég betra en að sitja í hita og sól með kerlingu í ól ... trallallla aa... eða þannig.
Fíla í tætlur að sitja á veitingastað - helst úti - borða góðan mat og horfa á fólkið strunsa fram og aftur fyrir framan mig. Ég held að við værum bara þokkalega góð saman þarna á spáni sko!
Knús til þín ljúfan og hafðu það yndislegt bara ...
Tiger, 1.7.2008 kl. 00:03
Frábært að vera að springa úr stolti...... verra að vera springa úr hita....hef mest verið í 38 stiga hita...það var einum of....fæ mér alltof sjaldan rauðvín...en við borðuðum lambalundir í gærkvöldi mjúkar og velkryddaðar með góðum kartöflum sósu og grænmeti hefði náttúrulega átt að fá mér rautt með en sleppti því svona á mánudegi...... verið að gíra sig upp í goslokin..... mikil dagskrá um helgina..... brúðkaup og allt (þá fæ ég örugglega rautt) þó að brúðurin sé barnshafandi .......verður nóg að gera alla helgina.....hafðu það gott í gleðinni á Spáni fínt að vera undir sólhlíf lesa góðar bækur með góðan svaladrykk..... eyjaknús
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.