Gleðileg goslok til Eyja!!
4.7.2008 | 20:30
Hola frá Espania!Við tölum ekkert um veðrið hér, en ég er ánægð að heyra af hitabylgjunni heima 17 - 20 stiga hiti má nota það á ÍS-landinu.
Ég hitti skemmtilegt fólk í dag, þeas frá Eyjunum... Halldór og Jóhönnu frá "Blómsturberg" í LaMarína og Unni og hennar mann hér í Cabo Roig... þau leigja út flottar íbúðir á góðum stað hér á Spáni og margt annað. Endilega kíkið á heimasíðuna þeirra : www.alltaspani.is þar er bara allt. Og veðrið svíkur jú ekki.
Ég hugsa nú "heim" til Eyja þessa helgi.. þar sem GOSLOKAHÁTÍÐIN er núna. Ég held ég sé búin að ákveða það hér og nú að ég ætla að vera í Eyjum á næstu goslokahátíð "oghananú"
Annars eru engar fréttir alltaf góðar fréttir.....
"I want to be the kind of person my dog thinks I am"! Sakna þeirra sem eru ekki hjá mér og sendi einn spánskan á allar kinnar ***
Athugasemdir
Knús á þig inn í helgina G.Antonía mín. Og til hamingju Vestmannaeyjingar með goslokahátíðina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:03
Sendi þér mín kæra vinkona , Guðbjörg Antonía mínar kærleiksríkustu vinar kveðjur. Þú ert alltaf til staðar og huggunar fyrir mig. Kær kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 5.7.2008 kl. 14:46
Vorum að koma úr Skvísusundi allt að fyllast þar erum samt bara heima að passa.... Ingimar búin á því búið að vera klikk að gera vorum með krakkana og að kíkja á myndirnar sem Sigurdís er að sýna....búin að hitta ótrúlega marga gamla Eyjamenn í dag samt hitti ég fleiri á Fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra ætlum kannski að kíkja aftur í Skvísusundið þegar sextán ára drengurinn kemur heim og foreldrar kornabarnsins
Þú verður að standa við það og mæta hlakka til að hitta þig Knús og kossar
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:02
Hæ hæ skvís takk fyrir síðast alltaf gama að hitta eyjakonur þótt að maður ruglist nú orðið smá á öllu þessum flutningum eða eigum við nokkuð að ræða eyjar, kefv, Bifröst, Spánn en hafðu það gott mín kæra við ætlum alla vegana að njóta síðustu dagana hér í öllum þessum hita.
Jóhanna og Halldór (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.