*læk æsland* hehhe
16.7.2008 | 11:03
Já hér skiptast á "skin og skúrir" sitthvorn daginn, þetta er voða notalegt... og minnir á heimaslóðir svei mér þá!!!!
Síðan í morgun hafa aftur verið þrumur og rigning og hitastigið lækkað úr 30-35 gráðum í 24 stiga hita ... en í þessum skrifuðu orðum er sólin eitthvað að reyna að brjóstast út, þó ég haldi það takist nú ekki í dag amk.
Þannig að nú hef ég bara tölvu- og skúringadag í dag, þýðir ekkert annað. Gróðurinn hlýtur að brosa, þar sem nú eru búnir að vera 2 rigningardagar í þessari viku og vikan rétt hálfnuð
Hér hefur reyndar þetta sumar verið mjög frábrugðið fyrri sumrum, traffíkin mínnkað gífurlega, háfltómt á restaurantunum (miðað við fyrri sumur) .... hér hafa hlutirnir hækkað, bensínið og allt eins og annars staðar .... ...
En við blásum bara á þetta allt saman og látum okkur líða vel hvar sem við erum ....
Mér er boðið í matarboð í kvöld hjá yndislegum nágrönnum mínum, þau eru að kveðja 4 vinkonur sem eru að fara aftur til Englands og vilja endilega hafa okkur með .. svo það verður gaman!!
Enda þá þetta blogg á að segja *teik ker* og njótið ykkar hvar sem þið eruð....
Sendi stórt bros og knús úr "skrýtna" veðrinu héðan að þessu sinni **
Athugasemdir
Sól hér en nær samt ekki 24.stiga hita en heitt er samt á íslenskan mælikvarða
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:12
Gaman að fá svona fréttir frá fjarlægum stöðum G.Antonía mín, þú hefur það greinilega gott. Og mikið held ég að gróðurinn hafi verið glaður með rigninguna. Hér rigndi líka í nokkra daga, en nú er sólin komin fram aftur, og allt svo ferskt og nýtt. Knús á þig. Njóttu matarins hjá þeim ensku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 11:32
hér er yndislegt sumarveður, þó hitinn sé ekki á spánar-mælikvarða, en það er gott að hjóla í golunni !!
hafðu það gott gæskan
Guðný Bjarna, 17.7.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.