Eric Clapton og þjóðhátíð = :-)

 
Eric Clapton er enn til sölu .... Reyndar pottþétt búin að selja "frænda " 2 miða og síðan eru 2 sem hafa sent mér email og spurgt um sitthvora 2, en ég á bara 3 eftir .... og sjá hvaða svör ég fæ frá þessum sem hafa skrifað mér........  Eric Clapton er æææææði!!!!
Varð að koma með þjóðhátíðarlagið 1955.... finnst textinn frábær - hugsa til þjóðhátíðar eins og hún var þegar ég var að alast upp!!! 

 ó, gamla gatan mín
ég glaður vitja þín
og horfnar stundir heilsa mér.
Hér gekk ég gullin spor
mín góðu bernskuvor,
sem liðu burt í leik hjá þér.
Í sól og sumaryl
hve sælt að vera til,
við þekktum hvorki boð né bann
en kveiktum ástareld,
sem öll hin rauðu kveld
í ungum hjörtum okkar brann.
Dagarnir hurfu með draumsins þyt.
Dóu mín sumarblóm.
Nú geymi ég þeirra ljós og lit,
sem lifandi helgidóm.
Það berast ómar inn,
ég opna gluggann minn,
og um mig leikur andi hlýr,
því æskan fram hjá fer,
til fundar hraðar sér
að yrkja lífs síns ævintýr.
------------------------------------------
Gleðilega þjóðhátíð og megi hún ganga slysalaust fyrir sig, þess óska ég ... og hugsa heim og til minna allra ***  skál og knús***

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú ert þá fjarri góðu gamni að þessu sinni....en kærar kveðjur til þín og þinna...Knús..

Vilborg Traustadóttir, 2.8.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Langar í miða hinga@visir.is

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband