smá blogg

Er bæði með fráhvarfseinkenni eftir sumarið og í leiðinni er mér hugsað til næstu ferðar... InLove
Svona mynd eins og hér að ofan, hverfur ekki úr huga mér Wink

En raunveruleikinn er skýr, ég sit hér í fallega húsinu mínu og horfi á rigninguna berja gluggana og vindinn aukast. Enda skilst mér það spái nokkuð leiðinlega næstu daga.  ÆÆÆ og það eru Sandgerðis-dagar um helgina. En hver veit Halo kannski veðrið verði orðið gott þá ???

Við biðjum allavega um gott veður þarnæstu helgi.. því þá er komið að hinni einu sönnu LJÓSANÓTT í Keflavík. Og öll elskum við Ljósið -
Sendi kveðjur á bloggvini mína og hina sem kíkja..***


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ég sendi þér líka góðar kveðjur héðan úr Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðný Bjarna

..gott að sjá smá líf á blogginu þínusendi líka kveðjur af Illugagötunni í blíðskapar kvöldstemmingu... með haust-ívafi

Guðný Bjarna, 27.8.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Kveðja frá okkur Ylfu til þín erum latar í morgunsárið það hafa komið nokkrar hellidembur hér í morgunn en lítill vindur  enn sem komið er.

Busun í gangi í Framhaldsskólanum Heiðar Smári hefur komið heim illa verkaður úr skólanum í tvo daga og var svo tekinn í bænum í gærkvöldi og baðaður uppúr allsskonar sulli en núna er brautin upp við skóla og ég er á fyrsta bekk í sjónvarpsherberginu mínu hef alltaf áhyggjur að því að einhver meiðist hvort sem er á líkama eða sál því margir þola ekki svona niðurlægingar.

Kveðja á Suðurnesin

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: G Antonia

Alltaf gaman að fá kveðjur, til þess er nú "leikurinn" gerður, eða hvað  
Og ekki verra að fá þær frá yndislegu fólki úr Vestmannaeyjum, Heiðarvegur, Illugagata og Áshamar  Takk fyrir mig.

 æj já þetta Busadæmi er ekki fyrir minn smekk, þetta er að fara úr böndunum í sumum skólum, ég gæti sagt þér eina litla sögu af mér og Busaáhyggjum ... geri það í rólegheitum einn daginn...
kær kveðja til Vestmannaeyja ....

G Antonia, 28.8.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband