góða vinnuviku
13.10.2008 | 11:07
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
fékk þetta fallega ljóð í email og finnst það mjög eiga við núna á þessum "kreppu"tíma peninga og lífsgæðakapphlaups. Ég þakka fyrir matarboðið og skemmtun hjá vinkonu minni Ingibjörgu og Hjálmari þessa helgi, gaman í góðra vina hópi ... Einnig þakka ég gestrisni og notalegheit með mat hjá stóra bro og Eddu sunnudag ** Sendi faðm minn til ykkar allra og stórt knús**
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, á vel við eins og þú segir, knús..
Vilborg Traustadóttir, 13.10.2008 kl. 14:57
Dagurinn góður fram að þessu...... fékk svo yndislegar fréttir í síðustu viku meira seinna......... en er samt leið að ekkert er hægt að gera fyrir tengdó hún fór í þræðingu í síðustu viku ..... sendi þér góðar óskir og knús til baka....
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.