"Alæf" :-)
8.12.2008 | 14:34
Jæja, hvernig væri að setja inn nokkrar línur hér núna þegar 8 dagar eru liðnir af desember .. Ég datt á facebook og svei mér þá... það er tímaþjófur skal ég segja ykkur - en skemmtilegt engu að síður. En nú er maður bara á fullu í bakstri, og þrifum þess á milli... bara að jólast!!!! Og skrifa kortin á milli þess sem ég skrepp og kíkji á "feisið" eins og sumir kalla þetta. Þar er maður að hitta eldgamla félaga, skólafélaga, týnda vini og útlenska vini og allt þar á milli. Bara frábært!!!!
Vildi bara segja halló hér og senda mínum bloggvinum stóran knús og biðja alla að fara varlega, meira varlega en venjulega, þetta er svooo viðkvæmur tími og yndislegur- aðventan og jólahátíðin... Stór knús í ykkar hús***
Athugasemdir
Mmmmmm.....elska smákökubakstur....Kær kveðja í Keflavíkina.
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 15:03
Knús og kærleiks kveðja á þig skottið mitt. Gott að sjá að þú sér alife! Hef aldrei farið út í að skoða "feisbúkk" og hugsa að ég muni ekki gera það ..
Knús og kelerí á þig addna .. hafðu ljúfa aðventuna!
Tiger, 8.12.2008 kl. 17:41
Gangi þér allt í haginn, er líka að "feisa"!! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 8.12.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.