fall er fararheill ?
20.10.2008 | 12:37
http://www.youtube.com/watch?v=K0DmtmmFEVo
Nauðsynlegt að hlæja "af öðrum" einstaka sinnum, eða hvað?
"drep"fyndið finnst mér ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tjáðu gleði þína og þá sjá aðrir inn innri mann
18.10.2008 | 16:14
Þeir/þær/þau sem einhvern áhuga hafa á að lesa "hugrenningar/bullið" mitt er bent á *gamla bloggið* mitt og sama leyniorð og fyrr ....
Ræktum með okkur innri gleði til að létta þung högg örlaganna Munum að allir geta verið hamingjusamir; í hvaða farvegi sem líf þeirra er; hvort sem þeir þéna mikla eða litla peninga.... Stundum þarf ekki annað en deila td súkkulaðistykki með öðrum og fá hlýlegt faðmlag til að finna til gleði.
Farsældina getum við fundið þegar við lærum að sætta okkur við að sumum hlutum fáum við ekki breytt, með þessum orðum kveð ég að sinni mbl.is bloggið "mitt"... sjáumst í jólaösinni **
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
varð að deila þessu!
17.10.2008 | 15:54
Var að fá þetta sent ;-):
5 vísbendingar um það að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar
1. Óðaverðbólga
2. Gjaldeyrisskömmtun
3. Stríð við Breta
4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
trú von og kærleikur
17.10.2008 | 12:02
Jæja góðir "hálsar" vildi bara segja góða helgi til ykkar allra
Ég ætla að hvíla mig á bloggi núna - allavega þangað til í jólaösinni/gleðinni - . Mér finnst ég ekki "eiga heima" í þessum fréttabloggfærslum sem dynja yfir allt og alla núna - skiljanlega, þar sem Landinn hugsar ekki um annað eðlilega. Ég hef samt reynt að halda mínu andliti, og reynt að vera jákvæð og láta andann ekki ná NIÐUR í þetta fjas og þessa reiði, þar sem ég veit að því miður dugar það ekki til að þetta lagist! Þetta er svona svipað og fólkið sem horfir á alla fréttatíma og sér allan þann "viðbjóð" sem er í fréttum *myndrænt* - og bloggar um þessar vondu fréttir sem það horfir þó á dagsdaglega. Ég er nú þannig að ég kíki yfir það helsta en sit ekki föst yfir vondum fréttum. Það sem er svo frábært í okkar samfélagi - það er að við höfum val...... Þessi kreppa er komin YFIR okkur, og eina sem ég get gert er að bíða og sjá hvort ekki komi bara eitthvað gott út úr þessu - seinnameir- en því trúi ég -eða vil trúa!!! ´´
Eg finn að sjálfsögðu mikið til með þeim sem hafa misst mikið úr sínum ævisjóð, ég finn enn meira til með þeim sem kannski tóku lán til að safna í sjóð, og mest til með unga fólkinu sem keypti íbúðir eða bíla með "körfuláni" og situr nú með sárt enni og meiri skuldir. Ég sjálf er ein af fjöldanum, en ég bara nenni ekki að blogga um það daginn út og inn.........Ég hef því reynt að finna einhverjar fallegar myndir og setja inn knúsblogg og faðmblogg Þá aðallega til að finna og hugsa um það sem skiptir mestu máli í heimi hér; En........ég ætla að hvíla mig um sinn, enda er ég með vott af flensu þessa dagana en það lagast eins og annað *we hope*
Bið ykkur vel að lifa þar til ég kem aftur af fullum krafti þegar þetta mesta er yfirgengið, hjá mér og ykkur. Það er svo "fyndið" að .... ef maður kíkir yfir bloggsíðurnar núna þá er það annaðhvort angurreiði út í ríkisstjórnina, bankastarfsmenn og stjóra og þar fram eftir götunni eða algjört knúsí knús Hver er sinnar gæfu smiður? Eða á það ekki við núna?!!
Eigið góðar stundir og að sjálfsögðu knúsið hvort annað .... þangað til næst segi ég; trú -von og kærleikur á vel við nuna elskurnar --- lifið í ljósinu!**
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ahhh
16.10.2008 | 13:55
Ég vil byrja bloggið á að þakka þau faðmlög sem ég hef fengið -"virtual" þetta nýja - !! Það veitir ekki af á þessum "verstu og erfiðu" tímum sem nú fara í hönd. Ég vona að með þessu þá nái reiðin sem sýður á okkur flestum ekki upp á yfirborðið. Heldur þess í stað reynum við að meta það smáa og góða og hvort annað ... ekki bara rafrænt heldur ekta líka.
Munum að þakka fyrir hve heppin við erum meðal annars af þeirri gleði að eiga ætíð einhvern til að deila dögunum með....
Hamingjan felst í því að ; umfaðma sjálfan sig og alla í kringum sig og læra betur að sætta sig við sjálfan sig og aðra....
Náin tengsl eru mikilvægt bóluefni gegn vansæld.... knús á "línuna" ***
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
:-)
13.10.2008 | 20:01
KNÚSVIKAN MIKLA
Þegar staðan á íslandinu okkar er eins og hún er er afar mikilvægt að við stöndum öll saman, sýnum nærgætni, og látum ekki svartsýni og pirring ná tökum á okkur. Það þurfa allir að hugsa vel um sig, gæta þess að fá nægan svefn og velta sér ekki of mikið uppúr fréttum hvers dags (Gott að skammta sér ákveðið magn á dag) En það er ekki síður mikilvægara að við hugum að öðrum og séum vakandi yfir vinum, kunningjum, ættingjum okkar og samferðafólki, við þurfum að gefa okkur tíma til að hlusta og vera til staðar. Að mínu mati er eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að knúsast, gott faðmlag er það sem að allir þurfa á að halda og sanniði til að þeir sem fá nóg af knúsi eru ríkir og eru tilbúnari fyrir lífið og verkefni dagsins. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
góða vinnuviku
13.10.2008 | 11:07
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
fékk þetta fallega ljóð í email og finnst það mjög eiga við núna á þessum "kreppu"tíma peninga og lífsgæðakapphlaups. Ég þakka fyrir matarboðið og skemmtun hjá vinkonu minni Ingibjörgu og Hjálmari þessa helgi, gaman í góðra vina hópi ... Einnig þakka ég gestrisni og notalegheit með mat hjá stóra bro og Eddu sunnudag ** Sendi faðm minn til ykkar allra og stórt knús**
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umhugsun...
10.10.2008 | 14:36
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
faðma þennan morgun og allar hans rætur
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fimmtudagskvöld
9.10.2008 | 23:51
Svei mér þá, hvað á maður að tala um hér...... heilinn orðinn stútfullur af fréttum af kreppu og meiri kreppu. Stríðsástand að myndast milli Breta og Íslendinga, like old days þegar "þorskastríðið geysaði".... Hvar enda þessi ósköp - því við vitum jú að allt tekur enda. Svo best er auðvita að hugsa ekkert um gærdaginn, og enn síður um morgundaginn - heldur reyna að lifa í núinu sem sagt DEGINUM Í DAG (hvernig svo sem hann var/er..)
Annars sama blíðan, mígandi rigning og hávaða rok..... en það gæti verið verra held ég!!!
Sendi fallegar hugsanir í ykkar hús og vona að "kreppan og krepputal" fari ekki alveg með ykkur....**
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðbúin afmæliskveðja....
8.10.2008 | 11:15
Elsku vinkona mín Gunna úr Vestmannaeyjum, átti afmæli þann 6 október.... veit ekki hvort ég á að kenna þjóðfélagsmálum um, eða ...... en allavega gleymdi ég afmælinu hennar. ÉG sem ALDREI gleymi afmælisdögum..
*þetta er ekki af því ég er alveg að verða 50 ára* neiiii!!! Þetta er "ruglinu" hér á Islandi að kenna..... æi verð að finna einhverja afsökun...
Elsku vinkona, sendi þér hér með síðbúnar afmæliskveðjur og hlakka til að hitta þig miklu oftar þar sem nú ertu svo mikið í "bænum"....
Til hamingju til hamingju til hamingju.!!!!!
Er það svona sem manni líður í dag eða??????????????????????
En hættum því og brosum framan í heiminn ..........þetta er ekki heimsstyrjöld eða hvað'??
Síðbúinn afmælisknús til Gunnu minnar og knús til hinna minna........***
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)