trú von og kærleikur

Jæja góðir "hálsar" vildi bara segja góða helgi til ykkar allra Wink 

Ég ætla að hvíla mig á bloggi núna - allavega þangað til í jólaösinni/gleðinni - .Wink Mér finnst ég ekki "eiga heima" í þessum fréttabloggfærslum sem dynja yfir allt og alla núna - skiljanlega, þar sem Landinn hugsar ekki um annað eðlilega. Ég hef samt reynt að halda mínu andliti, og reynt að vera jákvæð og láta andann ekki ná NIÐUR í þetta fjas og þessa reiði, þar sem ég veit að því miður dugar það ekki til að þetta lagist!  Þetta er svona svipað og fólkið sem horfir á alla fréttatíma og sér allan þann "viðbjóð" sem er í fréttum *myndrænt* - og bloggar um þessar vondu fréttir sem það horfir þó á dagsdaglega. Ég er nú þannig að ég kíki yfir það helsta en sit ekki föst yfir vondum fréttum. Það sem er svo frábært í okkar samfélagi - það er að við höfum val......  Þessi kreppa er komin  YFIR okkur, og eina sem ég get gert er að bíða og sjá hvort ekki komi bara eitthvað gott út úr þessu - seinnameir- en því trúi ég -eða vil trúa!!!  ´´

Eg finn að sjálfsögðu mikið til með þeim sem hafa misst mikið úr sínum ævisjóð, ég finn enn meira til með þeim sem kannski tóku lán til að safna í sjóð, og mest til með unga fólkinu sem keypti íbúðir eða bíla með "körfuláni" og situr nú með sárt enni og meiri skuldir. Frown Ég sjálf er ein af fjöldanum, en ég bara nenni ekki að blogga um það daginn út og inn.........Ég hef því reynt að finna einhverjar fallegar myndir og setja inn knúsblogg og faðmblogg Heart Þá aðallega til að finna og hugsa um það sem skiptir mestu máli í heimi hér; En........ég ætla að hvíla mig um sinn, enda er ég með vott af flensu þessa dagana en það lagast eins og annað *we hope* Blush
Bið ykkur vel að lifa þar til ég kem aftur af fullum krafti þegar þetta mesta er yfirgengið, hjá mér og ykkur.  Það er svo "fyndið" að .... ef maður kíkir yfir bloggsíðurnar núna þá er það annaðhvort angurreiði út í ríkisstjórnina, bankastarfsmenn og stjóra og þar fram eftir götunni eða algjört knúsí knús Woundering  Hver er sinnar gæfu smiður? Eða á það ekki við núna?!! 
Eigið góðar stundir og að sjálfsögðu knúsið hvort annað .... þangað til næst segi ég; trú -von og kærleikur á vel við nuna elskurnar ---  lifið í ljósinu!**

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband