bloggheimur .-)
14.3.2007 | 23:54
Haglél á glugganum núna rétt fyrir draumaheim og ég sem er að heyra að vorið sé komið í Danmörku og þar í kring. Einnig hefur verið góður vetur á Spáni skilst mér
en við verðum að berjast áfram við veðurGuðina hérna á Fróni og þakka fyrir hvern dag, því það gæti verið verra
. Erum við ekki fædd með þessi einkenni að þakka fyrir að það sé þó ekki verra en þetta
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð, kári....
við lærðum þetta 10 ára eða svo!!!
En hver er að kvarta ekki ég!!!!
Ég reyni að einfalda hið einfalda líf mitt með þeim afleiðingum að gera það þúsund sinnum flóknara
Gærdagurinn dó, morgundagurinn er ófæddur, í dag er ekkert nema í dag
Góðan dag!! GAG
Athugasemdir
ups!!
sel þetta ekki dýrara en ég keypti það :-) ... en þið hafið allavega "aðeins" betra veður en við hér á Islandinu góða
- við þekkjum nú þetta "gluggaveður" sí og æ....
takk, gaman að heyra í beinni frá Danmark...
G Antonia, 15.3.2007 kl. 00:42
Er nokkuð skoillið á "Bloggaraverkfall"??????
Vilborg Traustadóttir, 16.3.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.