yfirgefa sökkvandi skip?

 

""Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis ákvað fyrr í dag að rifta samningi sínum við Bryngeir Torfason, þjálfara meistaraflokks karla. Bryngeir hefur þegar látið af störfum. Stjórn knattspyrnudeildar vill þakka Bryngeiri fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig fyrir hönd félagsins og óskar honum velfarnaðar í verkefnum framtíðarinnar.""

Þannig hljóðar þetta; og ég er kannski ekki inní svona málum en ég hef hjarta og heila og mína skoðun og vil gjarna segja hana hér á blogginu MÍNU, og vona ég móðgi engan með minni skoðun og sannfæringu.
Ég skil ekki hví þjálfarar á Islandi ( og hvað þá í 2 deild, þar sem eru minni peningar í laun og úr færri frábærum mönnum að "moða" kannski) hví fá ekki þessir menn sem stjórnin réð á sínum tíma að klára leiktímabil sitt.??
Því þarf að reka menn þó ekki gangi allt upp? Reynismenn töpuðu síðasta leik með 4 mörkum (enda einum færri þar sem einn var rekinn útaf svo til í byrjun leiksins)  Andstæðingurinn gerði 2 mörk, síðan fór staðan í 2-1 og þaðan í 3-1 og síðan var það 3-2... þar til hinir kláruðu. Leikinn á undan unnu Reynismenn með 4-1 (Hvað gerði þjálfarinn þá rangt?) 
Þetta hlýtur að vera þvílík höfnun fyrir þjálfarann, jú stjórnin reyndi víst að láta hann segja upp; en hann bara sagðist ekki yfirgefa sökkvandi skip!  Og þá bara rekinn.Frown

Af hverju fá menn ekki að klára LEIKTÍMABILIÐ ? þeir standa og falla með því hvort sem er hvernig fer þá, og er það ekki nóg. ????Er ekki verið að láta skipstjórann stökkva frá sökkvandi skipi oooooh jú og það er LÉLEGT.Angry
Stjórnin réði þennan mann sem þjálfara, hann er búin að leggja á sig alla þessa vinnu og hjá sumum tekur það tíma að uppskera það sem menn eru að vinna í.
Hvernig væri ef maður BARA skildi við kallinn ef ekki allt gengi upp eins og áætlað var, jú ef maður eignaðist stúlku í stað drengs eða öfugt... sorry þú ert ekki rétti maðurinn mátt fara ég fékk ekki það sem ég vildi. Eða ef skipstjórinn fiskaði ekki nóg, .... fyrst þarf að athuga hvort hann sé með rétt veiðarfæri og byrja þar..... og leyfa honum að finna sig og klára......Síðan ef hann yfirgæfi bara sökkvandi skip, ......  Sýnir það ekki bara lélegan karakter! 
Eru þessir menn ekki farnir að taka of stórt upp í sig (sbr myndin að ofan ) Tounge.......þetta er ekki Enski boltinn þar sem menn fá greitt milljónir fyrir leikinn.

Ég bið og vona að þetta komi ekki niður á liðinu en tel það þó geti gert það því miður. ..... helmingur liðsins er sáttur við þennan brottrekstur (þá þeir sem hafa verið á bekknum tel ég) hinir ósáttir. Skapar ekki svona klúður og getur bitnað á leikmönnum.Woundering Það á ekki að reka menn á miðju tímabili það á að leyfa mönnum klára það sem þeir eru búnir að vera að vinna að í allan vetur fyrir fótboltavertíðina. Þetta er ljótt!!!!!  Ljótt í okkar litla þjóðfélagi.  Ef eitthvað er að.... á að laga það og finna út hvað það er.....með þjálfaranum sem er ráðinn út tímabilið...!!!Shocking

Ég hef aldrei spáð í svona fyrr en Bryngeir var rekinn og mín skoðun er sú að þetta sé ekki eingöngu hans feill, hann er að vinna og þarf að fá að klára - og það þarf að sýna þolinmæði.  Eða að minnsta kosti að leyfa mönnum að klára það sem þeir byrjuðu á.......
Ég vona þetta bitni ekki miður á liðinu, og óska mínum mönnum í Reyni velfarnaðar áfram ....
Áfram Reynir !!!!!

Set að gamni það sem kom á fótbolti.net núna í síðustu viku um minn son *mont* Smile

21.7.2008 16:52:54
Magni leikmaður 12.umferðar samkvæmt fotbolti.net
"Það þýðir ekki alltaf að tala um að við höfum verið betri, við verðum bara að klára þessa helv.... leiki!"

Jóhann Magni Jóhannsson er leikmaður 12.umferðar í annarri deildinni samkvæmt vefsíðunni fotbolti.net. Titilinn hlaut Magni eftir framistöðu sína í leiknum gegn Hamri síðasta föstudag þar sem hann skoraði þrennu.

Lítið viðtal var tekið við Magna og er það hægt að lesa á fotbolti.net.

Smelltu hér til að skoða viðtalið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að ég verð að taka undir þetta, ég er ekkert inn í boltaleikjum.  En ég skil þennan mannlega þátt.  Og finnst þetta alveg óþolandi ef svona er gert.  Menn eiga bara að fá að klára það sem þeir byrjuðu á.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:02

2 identicon

hæhæ, jú ætli maður sé ekki smá aktívur... hahahah

en jú reyni að fara vel með mig... eins vel og ég get....

kveðja úr kópavoginum;)

Palli (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Tiger

Ég tek undir með Ásthildi. Óþolandi hve oft virðist vera mikilvægara að horfa á bókstafinn en gleyma mannlegu þáttunum .. annars hef ég lítið vit á fótbolta og hef aldrei reynt að komast inn í slíkt.

Knús á þig skottið mitt og hafðu yndislega helgi!

Tiger, 26.7.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Til hamingju með peyjann Guðbjörg ....sammála með að leyfa þjálfurum að klára tímabilið ...og knús til þín á afmælisdegi móður þinnar

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband