snjór í okt
3.10.2008 | 15:22
Hér að ofan verð ég aðeins að monta mig af elsta syninum, en hann var kosinn - markaskorari + besti leikmaður ársins af áhorfendum + besti leikmaður af leikmönnum. Hann fékk þennan flotta skóbikar + 2 eignarbikara + 1 bikar sem hann geymir í 1 ár. Reynis-liðið gerði sér lítið fyrir síðasta leikinn og vann besta lið deildarinnar og þar með náðu þeir að halda sér í deildinni. Bravó!!!!!!
Annars er allt gott af mér að frétta, ég er komin heim á ný, heim á ný, heim á ný (eins og Árni Johnsen söng forðum daga)... Ég væri ýkt til í að skreppa í Eyjarnar á HIPPABALLIÐ þessa helgi, en reikna því miður ekki með að komast ... Maður er búin að vera á "flækingi" allt þetta ár.
Nú er hvít jörð hér á Suðurnesjum og þar sem ég er ekki með neina krakka þá þjónar snjórinn engum tilgangi hér nema þá það klæðir jú elsku hundinn okkar vel þessi snjór... hann er jú "snjóhundur" eins og maður heyrir stundum krakka kalla þegar við erum úti að labba... nei, sjáið flotta snjóhundinn....!!!!!!!
Sendi vinum og bloggvinum út um kvipp og kvapp góða helgarkveðju þessa helgi, og farið varlega í snjónum elskurnar ** knús
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn þinn frábær árangur og velkomin heim snjórinn enn gleðigjafi hjá ungviðinu hér aðrie ekki eins hrifnir Helgarkveðja peace and love til baka!
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 3.10.2008 kl. 16:11
Sæl frænka.
Til hamingju með frænda, hann hefur greinilega erft sitthvað frá frænda sínum
Hafðu góða helgi
Guffi og co
Guffi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:48
hehehe!!! *mont* ....takkkkkk!!!
Já Guffi minn, hann hefur greinilega erft eitthvað frá frænda... ekki spurning góða helgi til ykkar líka, bráðum verður "ættar-party" hjá mér...vittu til ... góða helgi til ykkar allra líka *smack smack* knússssss
G Antonia, 4.10.2008 kl. 02:17
Halló Guðbjörg. Vonandi hefur þú og þínir það fínt. Vinsamlega skilaðu hamingjuóskum til Júnórins með góðan árangur.
Með kveðju frá Norge.
Þórður (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:50
til hamingju með strákinn...alltaf gaman þegar gengur vel
Guðný Bjarna, 6.10.2008 kl. 23:28
Hey G Antonia mín - og til lukku með glæsilegan drenginn þinn! Vel að sé vikið hjá honum! Þér er sko vel óhætt að vera stolt og ánægð með hann..
Knús á þig ljúfan og hafðu það yndislegt ..
Tiger, 7.10.2008 kl. 00:39
Takk Þórður ég skila þessu til júníorsins míns...
Takk Guðný mín, já það er alltaf gaman þegar vel gengur :-)
Loksins heyrir maður frá Tigercooper again, velkomin heim og knús á þig sömuleiðis *
G Antonia, 7.10.2008 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.