krepp"ir" að..
7.10.2008 | 01:40
Já, já, já... þvílíkt og annað eins. Veit ekki hvort maður á að gráta eða hreinlega hlæja Ég held bara að fólk sé orðið hrætt, ... hver skilur svo sem í þessu.? Ekki ég, sem betur fer þó gömul sé orðin, þá hef ég aldrei upplifað svona efnahagsástand né neitt í líkingu við þetta. Ég sem hingað til hef verið hræddust við náttúruhamfarir ... er nú búin að bæta við hræðslulistann minn; efnahagshamförum
. En hvað þýðir það svo sem
???
Snjórinn farinn á brott (gott) og komið rok og rigning (ekki gott) - en það þýðir ekkert að vera að þessu kvarti og kveini þó kvíni í húsinu og rokið lemji rúðurnar.... Bara brosa eins og Pollýanna og hugsa hve heppin maður er ; að vera heill heilsu (eins og hægt er..) og hugsa um þetta góða og fallega ... sem er allt í kring, ef maður bara opnar augun
Sendi baráttukveðjur og bið að við náum nú að lifa þessar hamfarir af og sendi ykkur stóran knús út i loftið **
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.