gaman -saman!!
19.1.2009 | 16:17
Málið er að eftir að "kreppan" svokallaða lenti hér á Landinu góða :-) nenni ég hreinlega ekki að vera á blogginum, hvorki commenta, né skrifa. ... það hryggir kannski einhvern eða fólki er bara sama, kannski bara gleður það einhvern, það kom hvort sem er ekkert nema bull og vitleysa frá mér hahahah!!!!!
Allavega, hafði ég mestu ánægjuna á bloggi að skoða myndir sbr hjá henni Ásthildi Cesil, og heyra hvernig fólki liði og eða eitthvað um hagi þess. Ég hef aldrei haft gaman af að lesa um fréttatengt blogg, mér hefur alltaf verið sama hvernig fólk tekur hinni og þessari fréttinni, því miður - en auðvita höfum við öll skoðun á þessu og hinu... en af hverju við urðum fátæk þjóð, hverjum það er að kenna og þar fram eftir götunni... ég hef bara mína skoðun á því. Við getum ekki bakkað.... bara horft fram á veginn og reynt að bæta okkur --- því batnandi fólki er best að lifa... batnandi þjóð!!!!!
En ég er allavega eins happy og myndin að ofan sýnir :-))) á mælikvarða 1 - 10 ..á bilinu 7-8 hahah!!!! Ég tel mig hafa fundið það sem sameinar blogg-msn-og myspace og það er facebook. Svo þar er ég nú..... og líkar það vel
Elsku bloggvinir - látið liggja vel á ykkur, góða daga og heilsu !!!
knús á línuna alla ***
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleðilegt ár
4.1.2009 | 02:29
Vildi bara óska ykkur öllum Gleði og hamingjuríks árs!!!
Allt sem ég óska ykkur, hjartans þakkir fyrir liðið bloggár..
áramótaknús og kossar ***
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hann á afmæli í dag!!!!!
26.12.2008 | 03:08
Sonur minn á afmæli í dag.... hann er 25 ára í dag jólabarnið í Keflavík 1983. Elsku minn, til hamingju með afmælið !!!!!!!
Öllum er hollt að eiga son...
...Sem brosir glaðlega við manni þegar allt er dauflegt.
..sem hælir manni fyrir það sem mislukkast,
..... sem víkkar sjóndeildarhring manns..
... sem örvar heilastarfsemina,
.... sem kennir manni þolinmæði.
... sem knúsar mann óvart....
Allt þetta og miklu miklu meira.... hugur minn fylgir þér þangað sem ég kem aldrei... til framtíðar
En ást mín á þér lifir áfram.....forever and ever.!!
Hamingju- óskir með 25 ára daginn elskan mín!
-------------------------
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðilega hátíð!!!!!
25.12.2008 | 04:40
Sendi öllum bloggvinum mínum óskir um Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár..... Þakka hjartanlega fyrir bloggvináttu og gleðina sem það gefur. Vonast til að eiga með ykkur yndislegt bloggár 2009
jólaknús og kossar...
æææi ætlaði að setja hér mynd af mér.. en eitthvað misfórst, en læt þessa duga að sinni **** hí heee hahaha!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
styttist í jól...
18.12.2008 | 14:09
Nú styttist í jólin og maður farin að skrifa og hugsa jólagjafalistann.... fyrst á listanum er eftirfarandi ......
Before I lay me down to sleep,
I pray for a man, who's not a creep,
One who's handsome, smart and strong.
One who loves to listen long,
One who thinks before he speaks,
One who'll call, not wait for weeks.
I pray he's gainfully employed,
When I spend his cash, won't be annoyed.
Pulls out my chair and opens my door,
Massages my back and begs to do more.
Oh! Send me a man who'll make love to my mind,
Knows what to answer to 'how big is my behind?'
I pray that this man will love me to no end,
And always be my very best friend.
heheheheh kannski ég eigi bara þessa jólagjöf fyrir ??? .......
kveðja og knús á alla..... á þessum fallega jólalega fimmtdegi fyrir jól**
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Alæf" :-)
8.12.2008 | 14:34
Jæja, hvernig væri að setja inn nokkrar línur hér núna þegar 8 dagar eru liðnir af desember .. Ég datt á facebook og svei mér þá... það er tímaþjófur skal ég segja ykkur - en skemmtilegt engu að síður. En nú er maður bara á fullu í bakstri, og þrifum þess á milli... bara að jólast!!!! Og skrifa kortin á milli þess sem ég skrepp og kíkji á "feisið" eins og sumir kalla þetta. Þar er maður að hitta eldgamla félaga, skólafélaga, týnda vini og útlenska vini og allt þar á milli. Bara frábært!!!!
Vildi bara segja halló hér og senda mínum bloggvinum stóran knús og biðja alla að fara varlega, meira varlega en venjulega, þetta er svooo viðkvæmur tími og yndislegur- aðventan og jólahátíðin... Stór knús í ykkar hús***
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Senn líður að aðventu...
26.11.2008 | 01:36
já nú nálgast aðventan "snart" og þá er ekki langt í jólin sjálf.! Ótrúlegt, hve þetta líður allt, jafnvel þó það sé kreppa og allir að tala um peninga-leysi og ásaka þennan og hinn.
Ég var í útlöndum eina ferðina enn og ég get sagt ykkur það að ég laug..... ég nennti ekki að segja fólki sem spurði hvaðan ég væri að ég væri frá Islandi - svo ég sagði bara frá Noregi. Ef ég sagði Islandi, þá rigndu yfir mig spurningar....???..... Þannig ég bara hagræddi sannleikanum að þessu sinni, stolti Islendingurinn.!
En... ég vildi bara senda hér góðar aðventukveðjur til bloggvina minna og minna á :-) að.... nú þurfum við að leita inná við, en þar er jólin að finna, í hjörtum okkar.
aðventuknús**
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góða helgi
7.11.2008 | 03:05
Eigið góða og heila helgi* Og Edda mín til hamingju með afmælið í dag !
knús í ykkar hús**
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
markvert!!
22.10.2008 | 13:02
Fann þetta á bloggi annarsstaðar og finnst "brilliant"... við ætlum aldrei að læra Islendingar...þetta er klausa úr morgunblaðinu 3 júlí 1936
Þetta að neðan fann ég líka á bloggi, og þykir mér markvert!......
http://www.youtube.com/watch?v=yVSTcDoJfQM
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
kreppa
21.10.2008 | 23:26
Fékk þetta sent í email og vill deila þessu með þeim sem koma hingað!!! *versó gúd*
VIÐ SOFNUÐUM Á VERÐINUM....
Nú vandi steðjar okkur að og virðist endalaus
velmegunin orðin slík að fjandinn sleppur laus
krepputalið allsstaðar að æra sérhvern mann
og klúðrið alveg skelfilegt í kringum óhroðann.
Dimmir skuggar dansa yfir sjokkeraðri þjóð
sem fyrir nokkrum dögum þótti snjöll og ráðagóð
útrásina miklu studdi hún svo trú og dygg
fjármál landsins virtust vera örugg öll og trygg
En hættan lá í leyni og við gleymdum okkur öll
við það að eyða peningum og virkja ár og fjöll
kaupa allt sem hugur girntist bæði hér og þar
kaupa merkjaverslanir já heilu keðjurnar.
Kaupa jeppa, kaupa hús og verða rík og flott
Kaupa höll með garðhýsi og kaupa heitan pott
Kaupa líf sem gæti virst svo fullkomið og smart
Kaupa álit annarra en njóta þess þó vart.
Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár
Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár
Vildum sýna veröldinni þó við séum smá
við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.
Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg
sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg
Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár
tekið verður upp í skuld,
en skilur eftir sár.
Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við
tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið
þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk
fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.
Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú
aldrei meigum gefast upp né glata okkar trú
knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við
að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.
B.H 2008
En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki.... Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)