Færsluflokkur: Bloggar
mbl.bloggheimur
18.3.2007 | 01:27
Það er ótrúlegt en satt, að hér á mbl.is er heill heimur, heimur af bloggurum... já eitthvað sem ég vissi ekki af, fyrr en fyrir nokkrum dögum/vikum. Ég sem hef verið "bloggari" á blog.central.is í meira en ár. Ég hélt að hér inni á mbl.is væru bara bloggarar sem tengdust stjórnmálum og þess háttar dægurþrasi
sem ég hef ekki mjög mikinn áhuga á. En..........það er sko ekki rétt, hér er alls konar fólk .. fólk eins og ég og þú!!! Og ég er ekki alveg komin inn í þetta, td með að safna blogg-vinum??? Ég veit ekkert hvernig maður fer að því? - enda kannski kynni ég heldur ekki við að biðja fólk að vera blogg-vinir mínir... en ég fékk þó 3 vini sem settu sig í samband við mig og er það bara af hinu góða - og ég glöð með það!!! Hver veit nema bætist í vinahópinn " í rólegheitum"
Þannig atvikaðist það að ég ákvað að gerast mbl.is bloggari í "frístundum" , en mitt aðal-blogg er á blog.central.is samt sem áður, mig langaði að commenta en kunni það ekki þar sem ég var ekki skráð og...ég ákvað þá að byrja blogg hér...en maður skrifar kannski ekki um allt milli himins og jarðar hér þar sem fleiri koma hér inn að skoða... en só what!!! Látum aldrei almenningsálit hafa áhrif á hamingju manns, það byggir sjaldan á öðru en fordómum, einfeldni og veiklyndi.
Óska þess að við getum öll verið glöð og kát í dag, því kætin er eins og elding sem brýst gegnum skýjabakkann á örskotsstund og gleðin er eins og dagsbirta í huganum og fyllir hann stöðugri og varanlegri ró.
Gleðirík hugsun,
gleðirík athöfn -
gleðiríkt líf -
(ekkert gleðilegt ár strax)
hehehe!!! góða daga!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er meiri gleði í meira streði :-)
17.3.2007 | 01:10
Og þá er kominn helgi enn og aftur og vinnuvikan flaug framhjá á ógnarhraða, er alveg hætt að skilja í því hve hratt tíminn líður "því eldri, því fljótari tíminn að líða" .
Í þessu lífi vökum við hreinlega til að sofna og sofum til að vakna
Ætlaði að finna ferð til Alicante um páskana en .... held það sé allt orðið uppbókað þangað um páska svo nú verð ég að setja á mig "gleraugu" bjartsýninnar og halda áfram að skoða... kannski dettur eitthvað inn "hver veit?".
Smá bros fyrir svefninn;
Mig dreymir um að verða milljónamæringur, því ég vil verða eins og pabbi!
ha?- Er hann milljónamæringur?
nei... en hann dreymir um það!!!
Ég er bara ein, en þó ein-
ég get ekki gert allt, en þó eitthvað-
Hræði okkur hvorki nótt né dagur -
Megi heimurinn allur vera vinur minn!!!
kveðjuorð mín að þessu sinni ..
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
bloggheimur .-)
14.3.2007 | 23:54
Haglél á glugganum núna rétt fyrir draumaheim og ég sem er að heyra að vorið sé komið í Danmörku og þar í kring. Einnig hefur verið góður vetur á Spáni skilst mér
en við verðum að berjast áfram við veðurGuðina hérna á Fróni og þakka fyrir hvern dag, því það gæti verið verra
. Erum við ekki fædd með þessi einkenni að þakka fyrir að það sé þó ekki verra en þetta
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð, kári....
við lærðum þetta 10 ára eða svo!!!
En hver er að kvarta ekki ég!!!!
Ég reyni að einfalda hið einfalda líf mitt með þeim afleiðingum að gera það þúsund sinnum flóknara
Gærdagurinn dó, morgundagurinn er ófæddur, í dag er ekkert nema í dag
Góðan dag!! GAG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)